Hættur að skilja.

Fyrir um það bil viku talaði Helgi Magnússon, formaður íslenskra iðnrekenda,  íslensku krónuna eitt það aumasta sem til væri og allt henni að kenna sem aflaga hefur farið. 

 Nú kemur hinn sami Helgi Magnússon, nú sem stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna , og vill endilega fara að flytja íslenskar krónur út. Hann telur ómögulegt að geyma þær hér á bankabók...

Hvernig væri nú að þær væru notaðar hér innan lands. Er ekki verið að tala um að það þurfi fjármagn til landsins ? Svona getur það verið þegar verið er beggja megin borðs.  Þessi maður þyrfti hringborð til að geta uppfyllt allar þær skyldur sem hann hefur tekið að sér.

Smá sýnishorn af svona athafnamanni....(þetta yfirlit er frá því um mitt ár 2010.)

 

Helgi Magnússon hefur nóg fyrir stafni.

Útrásarvíkingurinn Helgi Magnússon hefur nóg fyrir stafni. Helgi var m.a. viðskiptafélagi    Baldurs Guðnasonar fyrrverandi eiganda Sjafnar og fyrrverandi forstjóra Eimskips. Í dag situr Helgi Magnússon ekki í nema rúmlega 20 stjórnum og nefndum skv. heimasíðu Marels.

 

Ef við gefum okkur að það taki tíu mínútur að keyra á milli staðina sem Helgi þarf til að mæta á fundi, þá tæki það Helga ekki nema 3 klst  og tuttugu mínútur  að rúnta á milli staða. Ef Helgi þiggur 100.000 kr fyrir hverja  stjórnar-og nefndar setu neðangreindra fyrirtækja hefur Helgi ekki nema 2.000.000 kr á mánuði fyrir það eitt.

 

Á Íslandi eru skráðir rétt um 17.000 manns atvinnulausir.  Vinstri stjórnin er að skapa á Íslandi aðstæður fyrir fyrrverandi útrásarfíkla sem ná að hanga á sínu. Á Íslandi skiptir engu máli hver er í stjórn, þetta eru allt sömu sérhagsmuna samtökin, enginn er munurinn á Samfylkingu, Vinstri Grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Fjórflokkurinn  stjórnar Íslandi með sameiginlegu ábyrgðarleysi og reisir elítuna við.  17.000 atvinnulausir mæla  göturnar en Helgi og aðrir ofdekraðir Gæðingar fjórflokksins hafa nóg fyrir stafni sem fyrr.

 

Stjórnar og nefndarmaðurinn Helgi Magnússon.

 

Hofgarðar ehf ársreikningum 2004 - 2005 ekki skilað

Harpa Eignarhalsdsfélag ársreikningum ekki skilað 2003-2004-2005-2006-2009

Samtök Iðnaðarins.

Varðberg ehf. 

Efnavörur ehf. ekki skilað ársreikningum 1995-1996-1997-1998-1999-2001-2009

Hörputónar ehf.

AB 68.

Flugger.

Enox World Holding

Euro Asia Silu.

Lífeyrissjóð verslunarmanna.

Bláa Lónið ehf.

Bláa Lónið Heilsuvörur ehf.

Eldvörp ehf. ekki skilað ársreikningi 2005  

Hraunsetrið  ehf ekki skilað ársreikningi 2005-2006-2009

Fasteignafélagið Laugardal.

Íþrótta og sýningarhöllina ehf.

Sjöfn ehf.

Samtaka Iðnaðarins.

Saffran Holding.

Marel.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband