8.3.2011 | 16:58
Samfylkingarþvaður.
Hvað er þetta annað en þvaður í manneskjunni. Létt verk fyrir hana að gera eitthvað í málinu. En það er nú bara svona bullað fram og aftur og ekkert gert.
Sjá þetta ,fyrir tæpum mánuði.................
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni að hundrað þúsund króna mánaðarbónus handa dómurum sé viðurstyggileg móðgun við landsmenn.
Lífið á Íslandi er svona: Það stendur yfir björgun samfélags og allir leggja meira á sig fyrir minna fé en áður. Þetta hefur þótt svo sjálfsagt að karlar og konur um allt land hafa ekki lagst í neina sérstaka meðaumkun; miklu fremur að hver og einn hafi þakkað fyrir að hafa þó vinnu
Þjóðin hefur enda alltaf keyrt upp herðarnar á móti erfiðum aðstæðum - og tekið slaginn; við kyrr og kröpp kjörin. Ekki heimtað eitthvað umfram ef öðrum þarf að bjarga. Þvílíkt og annað eins hefur alltaf verið sjálfboðið.
Hundrað þúsund króna mánaðarbónus handa dómurum, sem einmitt þessa dagana eru að taka á bónusvæðingu Íslands á síðustu árum, er viðurstyggileg móðgun við landsmenn. Ekkert minna " segir Sigmundur Ernir á heimasíðunni.
Og ekkert gert.
Nóg komið af vitleysunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.