Hvað á annað að gera??

Auðvitað á Seðlabankinn að ryksuga til sín "allan" þann gjaldeyri sem inn í landið kemur. Það á alls ekki að leyfa þessum jólasveinum  að véla með þann litla gjaldeyri sem inn í landið kemur.

Stoppum þá strax.


mbl.is Seðlabankinn „ryksugar" gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannvitsbrekka af Skaganum.

Eftir lestur viðtals við Guðjón Þórðarsson skil ég margt mikið betur .

Sjáið þetta:      “Neinei, hann var með fullt af fagfólki í kringum sig(t.d. Tryggva Þór Herbertsson.).Ég vildi hins vegar að hann hefði hlustað meira á mig. Þá hefði hann farið öðruvísi í gegnum sum mál.Og það var ekki stefna Sjálfstæðisflokksins sem klikkaði. Stefna flokksins stendur sterk og óhögguð eftir og mér finnst að menn ættu að gera meira í því að verja hana af krafti.. Í staðinn höfum við glórulausan sósíalisma sem veður hér uppi og mun keyra þetta samfélag í vesældina eina“ ............Líkur hér tilvitnun í mannvitsbrekkuna Guðjón Þórðarsson.

  Sem sagt það var ekki  plan (stefna sjálfstæðisflokksins) þjálfarans (Geirs ) sem klikkaði. Það var aðstoðarmönnum (Tryggva o.fl. )  þjálfarans(Geirs) sem klikkaði.   Planið(stefna sjálfstæðisflokksins) er sterk og góð. Það er nauðsynlegt að verja hana með kjafti og klóm . Liðið (sjálfstæðisflokkurinn ) er fallinn í 4 deild og verður þar áfram en samt skal varist. Það er allt hinum liðunum að kenna að liðið(sjálfstæðisflokkurinn) féll. Gleymdi fyrrverandi landsliðsþjálfari og þjálfari erlendis ( þið munið árangurinn.) af hverju „sósíalisminn“ veður hér uppi. Sósíalisminn er ekkert að keyra allt í þrot, liðið (sjálfstæðisflokkurinn) sá um það af sjálsfsdáðum.

 Sem betur fer þá fór hann ekki í pólitíkina, því þá væri þetta vesen sem hann lýsir hér öllum öðrum að kenna en flokknum (sjálfstæðisflokknum).

Guðjón Þórðarson verður ekki í vandræðum með að finna sökudólginn ef ekkeert gengur fyrir vestan. Það verða örugglega „áhorfendur“ sem stóðu sig ekki.


Batnandi (fjármála)heimur

Greinilegt merki þess að fylgst er með þessum kónnum . Og sattbest að segja veitir ekki af  og hefði verið betra að fylgjast með þeim Samherjamönnum hér á árum áður.............
mbl.is Gengu milli banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar hissa?????

Getur það verið að vitsmunaverurnar Íslendingar hafi haldið það í raun og veru að það hafi ekki verið planið að græða á þessum viðskiptum?  Það var deginum ljósara frá fyrsta degi hvað til stóð. Það  er of seint í rassinn gripið núna að vera voða hissa og undrandi á gjörningnum.  Svona verða öll viðskipti á Íslandi á næstu árum og allir þeir sem hingað gjóa augum horfa til þess að græða á aumingjadóm þeim sem búið er að koma okkur í. Þökkum þeim er ber að þakka. Guð blessi Ísland.
mbl.is Magma græðir milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af ríkisborgararétti.

Hvernig væri nu að klára mál þeirra sem um ríkisborgararétt hafa sótt. Er ekki íbúðarblokk suður með sjó, full af fólki sem beðið hefur í áravís jafnvel. En það fólk er auðvitað ekki með fullar hendur fjár. Vogunarsjóður hét það hjá uppanum er í Kastljós kom í gær. Dálítið svona 2007 stæll yfir honum. Bendi á að í umræðuna blandaðis kónni einn er nefnist Hjörleifur Kvaran, man nokkur eftir honum úr leikritinu í kringum REI málið. Hann kom OR á hausinn og bráðnauðsynlegt að halda honum frá nokkurskonar fjármálagjörningum hér á Íslandi um alla framtíð............
mbl.is Segir ríkisborgararétt ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný tækifæri ????

Tryggvi Þór Herbertsson , kúlulánþegi og  þingmaður sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af gjaldeyrishöftum þessa stundina. Hann telur mikla hættu á að  fólk fari af stað og muni reyna að komast framhjá gjaldeyrishöftum. Gott fyrir þennann fyrrverandi kúlulánþega, sem réttlætti kúlulán sín á þann veg að "þetta tíðkaðist " á þessum tíma.

 Þeir sem hafa hugsað sér að komast fram hjá gjaldeyrishöftum geta þá reitt sig á Tryggva þegar það " tíðkast " að fara fram hjá þeim. Hann kann til verka að spila með, ekki sýst ef eitthvað rotið er við verknaðinn , eða eins og sagt er spila með vitleysunni.

Nú er tækifærið Tryggvi til að byrja aftur...........   


Hættur að skilja.

Fyrir um það bil viku talaði Helgi Magnússon, formaður íslenskra iðnrekenda,  íslensku krónuna eitt það aumasta sem til væri og allt henni að kenna sem aflaga hefur farið. 

 Nú kemur hinn sami Helgi Magnússon, nú sem stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna , og vill endilega fara að flytja íslenskar krónur út. Hann telur ómögulegt að geyma þær hér á bankabók...

Hvernig væri nú að þær væru notaðar hér innan lands. Er ekki verið að tala um að það þurfi fjármagn til landsins ? Svona getur það verið þegar verið er beggja megin borðs.  Þessi maður þyrfti hringborð til að geta uppfyllt allar þær skyldur sem hann hefur tekið að sér.

Smá sýnishorn af svona athafnamanni....(þetta yfirlit er frá því um mitt ár 2010.)

 

Helgi Magnússon hefur nóg fyrir stafni.

Útrásarvíkingurinn Helgi Magnússon hefur nóg fyrir stafni. Helgi var m.a. viðskiptafélagi    Baldurs Guðnasonar fyrrverandi eiganda Sjafnar og fyrrverandi forstjóra Eimskips. Í dag situr Helgi Magnússon ekki í nema rúmlega 20 stjórnum og nefndum skv. heimasíðu Marels.

 

Ef við gefum okkur að það taki tíu mínútur að keyra á milli staðina sem Helgi þarf til að mæta á fundi, þá tæki það Helga ekki nema 3 klst  og tuttugu mínútur  að rúnta á milli staða. Ef Helgi þiggur 100.000 kr fyrir hverja  stjórnar-og nefndar setu neðangreindra fyrirtækja hefur Helgi ekki nema 2.000.000 kr á mánuði fyrir það eitt.

 

Á Íslandi eru skráðir rétt um 17.000 manns atvinnulausir.  Vinstri stjórnin er að skapa á Íslandi aðstæður fyrir fyrrverandi útrásarfíkla sem ná að hanga á sínu. Á Íslandi skiptir engu máli hver er í stjórn, þetta eru allt sömu sérhagsmuna samtökin, enginn er munurinn á Samfylkingu, Vinstri Grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Fjórflokkurinn  stjórnar Íslandi með sameiginlegu ábyrgðarleysi og reisir elítuna við.  17.000 atvinnulausir mæla  göturnar en Helgi og aðrir ofdekraðir Gæðingar fjórflokksins hafa nóg fyrir stafni sem fyrr.

 

Stjórnar og nefndarmaðurinn Helgi Magnússon.

 

Hofgarðar ehf ársreikningum 2004 - 2005 ekki skilað

Harpa Eignarhalsdsfélag ársreikningum ekki skilað 2003-2004-2005-2006-2009

Samtök Iðnaðarins.

Varðberg ehf. 

Efnavörur ehf. ekki skilað ársreikningum 1995-1996-1997-1998-1999-2001-2009

Hörputónar ehf.

AB 68.

Flugger.

Enox World Holding

Euro Asia Silu.

Lífeyrissjóð verslunarmanna.

Bláa Lónið ehf.

Bláa Lónið Heilsuvörur ehf.

Eldvörp ehf. ekki skilað ársreikningi 2005  

Hraunsetrið  ehf ekki skilað ársreikningi 2005-2006-2009

Fasteignafélagið Laugardal.

Íþrótta og sýningarhöllina ehf.

Sjöfn ehf.

Samtaka Iðnaðarins.

Saffran Holding.

Marel.



Kraftur í Samfylkingunni.

Það má nú segja ,það er gripið til róttækra aðgerða af hálfu samfylkingarþingmönnum.

Hvað svo? Ef þeir lækka ekki launinn , hvað þá?

Það er kraftur í liðinu fyrir "þjóðina" svokölluðu...........


mbl.is Ólína flytur bankaviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Íslandi

Hvergi í heiminum myndi það viðgangast að svona kónni sæti áfram í stjórnum fjármálafyrirtækja eða sjóða tengda peningum nema á Íslandi.

Guð blessi Ísland


mbl.is Ætlar ekki að segja sig úr stjórn Framtakssjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingarþvaður.

Hvað er þetta annað en þvaður í manneskjunni. Létt verk fyrir hana að gera eitthvað í málinu. En það er nú bara svona bullað fram og aftur og ekkert gert.

Sjá þetta ,fyrir tæpum mánuði.................

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni að hundrað þúsund króna mánaðarbónus handa dómurum  sé viðurstyggileg móðgun við landsmenn.

„Lífið á Íslandi er svona: Það stendur yfir björgun samfélags og allir leggja meira á sig fyrir minna fé en áður. Þetta hefur þótt svo sjálfsagt að karlar og konur um allt land hafa ekki lagst í neina sérstaka meðaumkun; miklu fremur að hver og einn hafi þakkað fyrir að hafa þó vinnu …

Þjóðin hefur enda alltaf keyrt upp herðarnar á móti erfiðum aðstæðum - og tekið slaginn; við kyrr og kröpp kjörin. Ekki heimtað eitthvað umfram … ef öðrum þarf að bjarga. Þvílíkt og annað eins hefur alltaf verið sjálfboðið.

Hundrað þúsund króna mánaðarbónus handa dómurum, sem einmitt þessa dagana eru að taka á bónusvæðingu Íslands á síðustu árum, er viðurstyggileg móðgun við landsmenn. Ekkert minna …" segir Sigmundur Ernir á heimasíðunni.

Og ekkert gert.


mbl.is Nóg komið af vitleysunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband