Kraftur í Samfylkingunni.

Það má nú segja ,það er gripið til róttækra aðgerða af hálfu samfylkingarþingmönnum.

Hvað svo? Ef þeir lækka ekki launinn , hvað þá?

Það er kraftur í liðinu fyrir "þjóðina" svokölluðu...........


mbl.is Ólína flytur bankaviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég minni enn og aftur á nauðsyn þess að launþegar taki sig saman og stofni banka sem eingöngu hefur það hlutverka að annast innlán og útlán. Það ætti að vera auðvelt að reka slíkan banka þegar ekki er verið að spila fjárhættuspil með innstæður í hlutabréfakaupum og hyglingu til ættingja, vina og tengdra aðila í réttri merkingu þess hugtaks. (Ekki eins og þegar Jón Ásgeir og Ingibjörg voru ekki talin tengdir aðilar). Vaxtamunur ætti að standa undir slíkum rekstri auðveldlega enda hefur verið sýnt fram á að færslugjöld og aðrir smáskattar og þjónustugjöld hrunbankanna gerðu miklu meira en að standa undir eðlilegum rekstrarkostnaði þeirra. (Athuga ber að sukkveislur, veiðiferðir, skíðaferðir til útlanda, gullát og þess háttar telst ekki til eðlilegs rekstrarkostnaðar). Auðvitað ættu launþegasamtök eins og stéttarfélögin að sjá sóma sinn í að offra hluta félagsgjalda skjólstæðinga sinna til að koma á stofn slíkum banka eins og draumurinn var á sínum tíma með Alþýðubankann sáluga sem glæpaspírur í stétt lögfræðinga og fláráðir verkalýðsforingjar með bankastjóradrauma eyðilögðu nánast í fæðingu ...en það er nú önnur saga. Ef banki af þessu tagi liti dagsins ljós og launþegar mundu flykkjast í viðskipti gegn þeirri fullvissu að ekki yrði "gamblað" með innstæður þeirra, mundi slíkur banki verða traustur bakhjarl almennra launþega á skömmum tíma. Og þá mundu mafíuglæpabankarnir sem nú eru starfandi deyja Mammoni drottni sínum í eitt skipti fyrir öll. Það gæfi von og jafnvel fyrirheit um heilbrigða bankastarfsemi á Íslandi í einhver ár eða áratugi. Að sjálfsögðu yrði eignarhaldið að vera í höndum mjög margra hluthafa (almennings), kjölfestufjárfestar yrðu útilokaðir og enginn gæti farið með umboð hluta í annarra eigu en sjálfs sín. Þannig væri líklega skársta leiðin til að tryggja bankann gegn fjandsamlegri yfirtöku alls konar FLgrúppa, bauga, strauma, fonsa og þess háttar skipulagðra glæpasamtaka (sem ekki byggja hefðir sínar á mótorhjólum).

corvus corax, 11.3.2011 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband